Frunsur

Góðan dag,ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef með miklu gagnlegu efni.  Ég hef lesið mér til um frunsur á síðunni og víðar. Frunsur eru hrikalega algengar og smitast við snertingu. Veirur geta leynst á ýmsum hlutum s.s. lyftuhnöppum, símum, tölvum, possum í búðum og víðar. Ég hef þó ekki fundið neins staðar upplýsingar um hversu lengi veirurnar lifa utan líkamans (nokkrar klst, dagar, vikur?). Gæti ég fengið upplýsingar um slíkt ef til er?

Með fyrirfram þökk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er misjafnt hvað veirur lifa lengi utan  líkamans, sumar lifa alls ekki utan hans en aðrar lengur.

Vírusinn sem veldur frunsum er af herpesætt og er náskyld herpes veirunni sem veldur kynfæraáblæstri. Hún er afar viðkvæm utan líkamans og er talin geta lifað afar stutta stund eða bara mínútur eða sekúndur. Hafi maður  hins vegar  smitast af veirunni varir smitið fyrir lífstíð. Veiran leggst í dvala en getur blossað upp við ýmsar kjöraðstæður.

Gagni þér vel.