Mjöðm

Góðan daginn

Ég braut á mér mjöðmina og fleira og er búinn að vera hjá sjúkraþjálfara í að verða 2 ár og er mjög stífur í mjöðminni. Er eitthver sem þið getið bent mér á sem gæti hjálpað mér með að teyja vöðvana í kringum mjöðmina? þyrfti að vera 1klst+ langir tímar.

Sæll

Það fer best á því að þú ræðir við sjúkraþjálfarann, hann getur leiðbeint þér með teygjuæfingar og oftast er hægt að nota aðstöðuna hjá sjúkraþjálfurunum.

Gangi þér vel