9 ára og ræður ekki við sig?

Spurning:
Sonur minn sem er á 9. ári á við þann vanda að hafa meira skap en hann ræður við. Þegar hann verður reiður þá skelfur hann og nötrar og ræðst á allt sem fyrir er (hluti) en aldrei á aðra krakka. Það hefur komið upp nokkrum sinnum í skólanum að hann verði reiður og þá hefur hann stundum klifrað upp á þak skólans og tekur heillangan tíma að fá hann niður aftur, í síðustu uppákomu í skólanum þá lagði hann af stað upp á þak en stoppaði á leiðinni og fór að berja höfðinu utaní, sagðist ætla að rota sig, oftast þegar hann reiðist þá hótar hann að gera sjálfum sér mein og reynir það stundum, t.d. einu sinni reyndi hann að kirkja sjálfan sig, var orðin eldrauður á hálsinum, það gerðist í skólanum. Fyrr í vetur var hann mikið að tala um að hann vildi ekki vera til, fannst hann aldrei gera neitt rétt, að sjálfsögðu settist ég niður með honum og reyndi að útskýra að við gætum hjálpast að við að láta honum líða betur en hann sagði að það myndi allt lagast ef hann færi til guðs.
Það hefur ekki gerst í nokkurn tíma núna að hann tali um að vilja ekki vera til, en alltaf þegar hann reiðist reynir hann að meiða sjálfan sig og er með hótanir um að gera sjálfum sér eitthvað illt. Málið er að ég er alveg orðin úrræðalaus, veit bara ekki hvernig er best að reyna að taka á þessu, mig vantar ráðleggingar. Hvað á ég að gera? Þarf ég að hafa áhyggjur af að hann vinni sjálfum sér alvarlega mein einn daginn? Kannski blundar það enn í honum að vilja ekki vera til þó hann segi það ekki!!! Hann er að öllu venjulegu mjög blíður strákur en með allt of stórt skap og stuttan þráð. Með fyrirfram þökk

Svar:
Komdu sæl.Nú veit ekki a) hvar þú býrð á landinu, b) hvernig fjárhag þínum er háttað eða c) hvernig drengnum gengur í náminu.Allt þetta skiptir máli.a) Ef þú hefur aðgang að stoðþjónustu sálfræðings í gegnum og í samvinnu við skólann, þá hygg ég að þú ættir að byrja þarí sambandi við þessa miklu reiði og þessi ,,áköll á hjálp".E.t.v. hefurðu aðgang að sálfræðingi sem hefur lært eitthvað í atferlismótun, þannig að samhliða og til viðbótar við ofangreint væri hægt að æfa strákinn þinn í því að gera eitthvað annað í staðinn þegar hann reiðist. Fylla tímann upp með annarri hegðun.Í nær hverjum einasta skóla landsins er til bleik mappa sem ég hvet þig til að fletta með kennaranum hans:Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 1999. Gríptu til Góðra ráða. Vísir að handbók í atferlisstjórnun handa foreldrum, kennurum og ráðgjöfum í skólaþjónustu. Akureyri: Skólaþjónusta Eyþings.b) Ef þú getur ekki fengið samvinnu við skólann og markvissa aðstoð fyrir strákinn (ekki bara fundi), hvet ég þig til að leitatil sjáfstætt starfandi atferlisfræðinga eða sálfræðinga, hafir þú fjárhagslegt svigrúm til þess.c) Af nær átta ára reynslu minni við atferlis- og kennsluráðgjöf, er það algjör undantekning ef krakkar sem eru sjálfum sér og öðrum til vandræða á einhvern hátt í skólanum (og annars staðar) vegna ótækrar hegðunar sinnar, eiga ekki í alvarlegum vandræðum í námi sínu. M.ö.o. sagt, hvað sem þú gerir með a) og b) liðina hér að ofan, þá ráðlegg ég þér eindregið að fara yfir námslega stöðu drengsins með kennaranum, lið fyir lið. Hvað á sonur þinn að kunna miðað við aldur og hvað kann hann? Ef mikill munur er á þessu tvennu, þarft þú að fara ákveðið fram á það við skólann að hann fái þá aðstoð sem hann þarf til að komast á rétt ról. Það þarf ekki að bíða eftir neinni sálfræðilegri – eða læknisfræðilegri greiningu (díagnósu) til þess, heldur að mæta honum þar sem hann er staddur og byrja að kenna honum þar. Ef þið teljið að hann þurfi slíka greiningu, sem getur auðveldað samskipti foreldranna við Kerfið, og hann uppfyllir einhver greiningarviðmið, þá breytir það heldur ekki neinu varðandi kennsluna.Hann er skólaskyldur og skólanum ber að kenna honum.Ef innihald þessa c) liðs á ekki við í ykkar tilviki, þá erum við komnar aftur upp á a) eða b) lið. Í því sambandi vil ég einnig bæta við að mjög oft finnst foreldrum einnig gott að nota tækifærið í samtölum við atferlisfræðinginn eða sálfræðinginn til að fara yfir sín eigin mál og daglegt líf á heimilinu. Slíkar upplýsingar eru líka gagnlegar fyrir ráðgjafann til að sjá heildarmynd.Vona að þessar fáu línu geti leiðbeint þér eitthvað um hvað þú getur gert til að syni þinum líði betur. Með góðum kveðjum,Guðríður Adda Ragnarsdóttir
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf
Behavior Analysis and Teaching Consultation