A-Vítamín á meðgöngu

Spurning:

Er hættulegt að taka inn fjölvítamín sem inniheldur A-vítamín á meðgöngu?

Svar:

Varasamt er að taka inn of mikið A-vítamín á meðgöngu vegna aukinnar hættu á vansköpun. Nægilegt A-vítamín fæst venjulega úr matnum en samt ber að varast fæðu sem inniheldur mikið A-vítamín eins og t.d. lifur. Það er hægt að fá fjölvítamín sem inniheldur ekki A-vítamín. Ráðlagður dagsskammtur er 800 míkrógrömm á dag fyrir þungaðar konur.

Sjá nánar: A-vítamín

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur