A-vítamín og Roaccutan

Spurning:

Viltu vera svo vænn að útskýra fyrir mér hvers vegna taka A-vítamíns er varhugaverð samhliða lyfinu Roaccutan. Einnig þarf ég að vita hve mikið magn er af A-vítamíni í 1 msk af lýsi.

Með þökk.

Svar:

Innihaldsefni Roaccutan er ísótretínóín en það er samtengt afbrigði A-vítamíns. Þegar lyfið Roaccutan er notað við acne vulgaris er það notað í háum skömmtum þannig að margar af aukaverkunum lyfsins eru einkenni sem líkjast A-vítamín eitrun. Ef A-vítamín er tekið líka eykur það á aukaverkanirnar því flestar aukaverkanir af völdum Roaccutan eru skammtaháðar (meira lyf = meiri aukaverkanir og öfugt). Því er alls ekki mælt með töku A-vítamíns meðan Roaccutan er tekið.

1 matskeið (5 ml) af þorskalýsi inniheldur 1380 míkrógrömm af A-vítamíni.

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur