Af hverju stafar morgunógleði?

Spurning:

Af hverju stafar morgunógleði? Vantar eitthvað efni í líkamann og getur maður tekið einhver vítamín til að bæta sér það upp? Ég hef heyrt að maður gangi með stelpu sé morgunógleðin svæsin. Líklega er þetta úr gamalli kerlingabók eða er eitthvað til í þessu?

Fyrirfram þakkir.

Svar:

Sæl og blessuð.

Orsökin er óljós, en grunur leikur á að þungunarhormónið valdi þessu. Menn hafa talið að konur með sveinbörn hefðu frekar ógleði, en rannsóknir eru mjög misvísandi. Oftast gengur þetta yfir á 13.-14. viku.

Gangi ykkur vel.
Arnar Hauksson, dr. med.