Afhverju ganga börn frekar í svefni en fullorðnir?

Spurning:

Af hverju ganga börn frekar í svefni en fullorðnir?

Svar:

Þetta hefur oftast verið tengt þeirri staðreynd að hjá börnum er hlutfall djúps svefns mun hærra en hjá fullorðnum og þar sem svefnganga á sér stað í djúpum svefni, eru þannig meiri líkur á henni hjá börnum en fullorðnum, einfaldlega vegna þess að þau fá lengri djúpsvefn og hugsanlegar dýpri en fullorðnir. Einnig hafa menn getið sér til um að hugsanlega tengist þetta þroska taugakerfisins, þar sem svefnganga og ámóta ástand eldist venjulega af fólki.

Kveðja,
Júlíus K. Björnsson, sálfræðingur