Afleiðingar af langvarandi notkun t.d. Zópíklón

Spurning:

Sæll.

Mig langar að vita um afleiðingar af langvarandi (margra ára) notkun á svefnlyfjum t.d Zópíklón og hvort heimilislæknum er heimilt að ávísa slíkum lyfjum til sjúklings til svo langs tíma vitandi um afleiðingarnar.

með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Við notkun á svefnlyfjum eins og zópíklón er hætta á ávana. Vegna þess er mælt með að hafa meðferðartímann eins stuttan og mögulegt er eða að hámarki 4 vikur. Varasamt er að neyta áfengis samhliða neyslu á zópíklón.

Læknar hafa heimild til að ávísa lyfjum eins og þeir telja að þjóni hagsmunum sjúklinga sinna best. Litlar hömlur eru á þeim ávísunum. Þó hafa mörg lyf ákveðar hömlur og má t.d. ekki afgreiða fleiri en 30 töflur af zópíklón í einu. Telji sjúklingur að læknir hans sé ekki að gera rétt þá verður að ræða það við viðkomandi lækni en ef það gengur ekki þá verður að láta landlækni vita. Landlæknir þjónar hagsmunum sjúklinga í landinu.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur