Áhyggjur af breyttum tíðahring

Spurning:
Ég er 29 ára og hef verið á Triquilar pillunni í 10 ár. Ég tók tvisvar um 3 mánaða hlé fyrir 7 og 5 árum. Fyrir 2-3 árum breyttust blæðingarnar. Dagarnir færðust aftur á bak um einn og blóðmagnið minnkaði. Ég hef sérstaklega tekið eftir þessu eftir að ég fór að nota Álfabikarinn því þá fylgist maður mjög vel með. Mér blæðir í svona 3-4 daga og tæmi bikarinn einu sinni á sólarhring og hann er þá bara rétt hálfur. Einnig er blóðið frekar slímkennt. Ætti ég að skipta um pillu eða taka mér hlé? Eða er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af? Ég hef ekki ætlað mér að verða ófrísk á næstunni. (Ég er um 61 kg en var reyndar léttari áður, 57 kg en held að þyngdaraukningin hafi komið eftir að blæðingarnar breyttust.)

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.

Af lýsingu þinni virðist ekki ástæða til að gera neinar breytingar, ef þér á annað borð líkar vel við þessa pillu. Ég tel því að þú þurfir ekki að gera neina breytingu. Mundu hins vegar að það er góð regla að fara reglulega til læknis að gæta að því að ekkert óvænt finnist, þ.e. staðfesta að allt sé í lagi.

Kveðjur
Arnar Hauksson dr med.