Aldosterone

Fyrirspurn:

Hvað er aldósterón?

Svar:

Aldosteron er sterahormon sem framleitt er, ásamt fleiri hormónum í nýrnahettunum sem er kitill við nýrun.

Nýrnahetturnar framleiða hormón sem stýra blóðþrýstingi, hjálpa líkamanum við að verjast sýkingum og viðhalda salt og vökvabúskap líkamans.

Þetta eru hormón eins og cortisol og adrenalin og örlítið af testosteroni og östrogeni.

Aldósterón hjálpar við að halda blóðþýstingi eðlilegum með því að stýra saltmagni í blóði.

Addison’s kallast sjúkdómur þegar gerð þessarra hormóna er ekki í lagi eða gölluð á einhvern hátt (óstjórn eða vanstjórn á starfssemi nýrnahettnanna).

Það leiðir til ójafnvægis í efnaskiptum í líkamanum. Í flestum tilfellum af Addison’s sjúkdómnum eru nýrnahetturnar óstarfhæfar og það leiðir til skorts á þessum hormónum.

Ég set tengil hér á ágæta grein um nýrnahettur og þá um leið aldósterón sem birtist á Doktor.is nýlega.

Vona að þetta gagnist þér.

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur