Alltof feit á magasvæðinu

Góðan dag, ég er 25 ára kona og hef alltaf verið með hold utan á mér en aldrei feit. Það skiptir ekki máli hvað ég borða eða hreyfi mig, ég er alltaf eins. Ég er með magavöða sem ég finn fyrir en þessi fita fer ekki sama hvað. Hef verið svona í nokkur ár. Getur þetta tengst einhverju öðru en bara mataræði og hreyfingu? svo sem einhverju í líkamanum?

kv. ein sem nennir ekki að fitna meir!

Sæl.

Fita sem sest svo kyrfilega á magasvæði er yfirleitt tengd mataræði svo ég hvet þig til að setja matinn þinn undir smásjá og skoða hann vel. Gott getur að fá utanaðkomandi hjálp frá næringaráðgjafa eða einkaþjálfara.
Vissulega geta sjúkdómar eins og pcos og skjaldkirtilsvandamál haft áhrif.

Gangi þér vel.