Að grennast en stækka vöðvana

Spurning:

Ég er 15 ára strákur og er staðráðinn í að léttast (er sennilega um 10 kílóum of þungur). Ég er búinn að lesa mér töluvert til um aukakílóin og líkama og næringu á Doktor.is en mín spurning er: er í lagi að fara í stífa megrun og um leið reyna að stækka vöðvana? Getið þið ráðlagt mér hvernig best er að léttast en um leið styrkja vöðvana?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Besta leiðin til að grennast er að þjálfa vöðvana. Með því að stunda styrktarþjálfun eykur þú grunnbrennslu líkamans, þ.e. líkaminn nýtir fleiri hitaeiningar á sólarhring sem orku. Það er aldrei ráðlegt að fara í stífa megrun því þá er hætt á að þú gangir á vöðvamassa líkamans. Gefðu þér nokkra mánuði til að losa þig við þessa aukafitu. Það er ekki æskilegt að missa meira en 1 kg á viku. Neyttu 1800-2000 hitaeininga á dag og stundaðu reglubundna þol- og styrktarþjálfun. Þannig losnar þú við auka fitu og eykur vöðvamassa líkamans.

Með kveðju,
Ágústa Johnson