Að skipta um geðlyf?

Spurning:
Góðan daginn.
Ég er haldinn áráttu- og þráhyggjuröskun ásamt því að vera með kvíðaröskun. Þessa daga er ég mjög slæmur og hefur þetta mikil áhrif á mig og mitt daglega líf. Ég þori varla útúr húsi. Læknirinn sagði mér að skipta úr Cipralex yfir í Seroxat aftur. Hvað þarf að líða langur tími á milli þess sem maður skiptir úr Cipralexi yfir í Seroxat? Má taka Seroxat með Seroqueli og Pariet. Ég fæ stundum kvíðatilfinningu og yfirliðskennd svo svakalega að ég get varla afborið það. Ég ímynda mér margt t.d að ég sé e.t.v með heilablóðfall, hjartabilun, hjartsláttartruflanir, sé að deyja. E.t.v að ég hætti að anda. Er þetta eðlilegt fyrir mína röskun? Hvað ætti ég að gera í sambandi við lyfin? Kv. einn hræddur

Svar:
Þau einkenni sem þú lýsir gætu hæglega stafað af þeim röskunum sem þú er haldinn. Þú átt að geta skipt úr Cipralex yfir í Seroxat án þess að láta neinn tíma líða á milli.Ekki á að vera neitt að því að taka Pariet með þessum lyfjum. Þar sem bæði Seroxat og Seroquel hafa áhrif á miðtaugakerfið ber að gæta varúðar við samtímis notkun þessara lyfja. Þetta veit lækirinn þinn vafalaust og tekur tillit til þess.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur