Átröskun?

Spurning:
Halló.
Ég er 17 ára og ég æli flest öllu sem ég borða. Ég borða mikið alla daga vikunnar og æli oftast, þetta byrjaði þegar ég var 10 ára gömul, en ég hætti samt í eitt ár núna í fyrra af því að ég var ólétt. Ég var alltaf mjó en núna er eg orðin virkilega feit, ég er 70 kíló og 175 á hæð, ég er öll slöpp og ljót orðin og ég þori ekki að hætta að æla því þá fitna eg ennþá meira. Er ég með búlimíu eða hvað? Ef svo er, er þetta mjög hættulegt þannig að ég gæti dáið?
Hjálp mer liður geiðveikt illa!

Svar:
Sæl.
Það er greinilegt að þú ert lengi búin að eiga í þessum vanda en gott að þú skulir leita eftir aðstoð nú. Ég mæli hiklaust með því að þú talir við fagaðila, s.s. hjúkrunarfræðing, lækni, sálfræðing eða geðlækni til þess að fá hjálp. Einnig getur þú leitað til okkar hjá Geðhjálp s: 570 1700 og bókað viðtal hjá undirritaðri. Hér hjá Geðhjálp hittist vikulega átröskunarhópur á miðvikudögum kl. 20.00. Hægt er að setja sig í samband við þennan hóp með því að skrifa póst á netfangið: spegillinn@talnet.is eða hringja í síma Spegilsins: 661 0400.
Umfram allt, leitaðu eftir aðstoð því það eru ýmsar leiðir færar til að bæta líf þitt og líðan.  

Með bestu kveðju, Guðbjörg Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp.