aukaverkanir

Hvað er ketónblóðsýring. Er að nota Forxiga Glukophage og glymeril og varð mjög syfjuð um daginn og með fleiri aukaverkanir.

 

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Ketónblóðsýring (e. Ketoacidosis) er ástand sem getur aðeins komið upp hjá einstaklingum sem eru með insúlínháða sykursýki og er þetta ástand lífshættulegt.

Þu getur lesið þér til um ketónblóðsýringu hér:

En ef þú ert með sykursýki 2 þá eru ekki miklar líkur á að þú getir fengið ketónblóðsýringu, en gætir hins vegar fengið hyperosmolar nonketotic coma. Það sem getur valdið því að einstaklingar með sykursýki 2 fái þetta eru veikindi eða sýkingar, sum þagræsilyf eða að einstaklingur er ekki meðferðarheldinn eða með lélegt meðferðarplan.

Hyperosmolar nonketoic coma er ástand sem er keimlíkt ketónblóðsýringu, bæði verða þau vegna skorts á insúlíni. En fyrir þá með HNC er mikið af vökvanum í líkamanum ásamt söltum og blóðsykrinum sem fer út með þvaginu, en það veldur alvarlegri vökva- og salt skorti. Það getur svo haft í för með sér slæmar afleiðingar, einkum fyrir hjarta- og æðakerfið.

Einkenni Hyperosmolar nonketotic coma eru:

  • Hár blóðsykur
  • Mikill þorsti
  • Munnþurrkur
  • Aukin þvaglát
  • Þurr og heit húð
  • Hiti
  • Ruglástand
  • Ofsjónir
  • Sjóntruflanir/ sjónskerðing
  • Krampar
  • Meðvitundarleysi

Þegar þessi einkenni fara að láta á sér kræla er mjög mikilvægt að leita strax til læknis.

Nú veit ég ekki hvaða einkenni þú ert með nákvæmlega, en það geta líka verið aukaverkanir af Glymeryl og Glucophage.

Þar sem þú nefnir að þú hafir verið mjög syfjuð. Þá getur mikil syfja bent til blóðsykursfalls.
En einkenni blóðsykursfall eru t.d:

Svengdartilfinning, höfuðverkur, ógleði, uppköst, þróttleysi, syfja, svefnvandamál, eirðarleysi og fleiri einkenni.

Vona að þetta hafi svarað spurningunni þinni. Þú ættir ef þú ert með sykursýki að fylgjast reglulega með blóðsykrinum þínum. Sérstaklega ef um veikindi er að ræða eða ef þú ert með sýkingu.

Einnig er mikilvægt að passa vel upp á mataræði, sneiða hjá kolvetnsríkri fæðu eftir bestu getu.

Leitaðu strax til læknis ef einhver alvarleg einkenni eiga sér stað hjá þér.

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir