Aumar geirvörtur

Fyrirspurn:

Var að spá ég verð svo aumur stundum í geirvörtuni eftir sturtu og stundum byrjar að koma blóðdropar efst a geirvörtuni hef áhyggjur af þessu veistu hvað þetta gæti verið??

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ef ekki eru til staðar nein útbrot, sár, hringir, skraut eða annað sem hugsanlega gæti myndað ertingu á þessu svæði er erfitt að segja til um hvað þetta getur verið. Bólgur og sýkingar geta birst með slíkum hætti en skynsamlegt er að láta meta þetta hjá lækni. Hjá konum er venjulega tekið stroksýni m.t.t. frumubreytinga ef um blóð úr geirvörtu er að ræða.

Með bestu kveðju,

Teitur Guðmundsson, MD