Bakverkur

Síðustu ár man ekki hvað mörg hef ég átt erfitt með að sitja lengi og þarf alltaf að hafa eitthvað undir setbeinunum eða halla mér fram og skipta stöðugt um stöðu til að halda út vegna óþæginda. Það hefur komið fyrir að ég festist í bakinu og get ekki rétt úr mér. Oftast tekur þetta nokkra klst. en hefur tekið allt yfir viku að rölta þetta úr mér og hreyfa mig lauslega eftir getu á milli þess sem ég ligg. Smáhreyfing getur skapað svo mikin sársauka að ég held ekki aftur af hljóðum en þetta gengur fljót yfir og fer í minni sársauka. Svona er statt hjá mér núna, ég kemst ekki út og ligg mest með hátt undir baki og fótum með stöðug einskonar sviðaóþægindi neðst í bakinu og verð að hreyfa mig mjög varlega til að komast framúr sem sársauka minnst. Getið þið ráðlagt mér eitthvað. Það var tekin röntgenmynd af mjaðmabeininu fyrir nokkrum mánuðum sem sýndi aðeins smá slit.
Með fyrirfram þökk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég hvet þig til þess að ræða við lækninn þinn um viðeigandi verkjalyfjameðferð í verstu köstunum og möguleika á hvort sjúkraþjálfum kæmi þér að gagni. Ég set með tengil á bækling frá landlækni sem heitir bókin um bakið en hún hefur komið mörgum að góðu gagni

Gangi þér vel