Þenst út eftir að ég borða?

Spurning:
Góðan daginn doktor
Ég er 56 ára gamall og þegar ég er búinn að borða þenst maginn á mér út og lengi á eftir þarf ég að ropa. Hvað er í gangi? Kveðja

Svar:
Það er erfitt að svara þessu út frá þeim upplýsingum sem þú lætur í té. Þú ættir að leita til heimilislæknis þíns eða meltingarséfræðings svo hægt sé að skoða þetta betur. Líklegast er að um sé að ræða starfrænar meltingartruflanir, t.d. magatæmingarvandamál en einnig geta magabólgur, magasár, vélindabakflæði ofl. lýst sér svona. Oft þarf að gera magaspeglun til að finna út hvert vandamálið er.

Bestu kveðjur

Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum