Blæðing eftir kynlíf

Sæl/ir ég var að stunda mök fyrir nokkrum dögum og þá var ég búin að vera hætt á blæðingum í sirka 9 daga og meðan kynlifinu stóð þá byrjaði að blæða… hvað getur þetta verið? ég varð alveg frekar hrædd því það hefur aldrei neitt svona skeð fyrir mig áður.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Blæðing við kynmök er oftast hættulaus og orsakast af ofertingu eða núningi í slímhúð. Ef þú ert í vafa, þetta endurtekur sig eða það hættir ekki skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel