Blætt inn á auga.

Af hverju springa æðar i auga? Ég er með verk og sviða í auganu og illt í höfðinu líka. Er ástæða fyrir mig að leita til læknis Ég er stödd í Seattle og veit ekki alveg hvað er best að gera. Ég verð hérna í 4 vikur í viðbót. Hef verið með smá vandamál í augunum. Hornhimnuvandamál. En það kemur þessu ef til vill ekkert við.
Takk fyrir.
Kveðja

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Einkenni margra sjúkdóma sem herja á augað geta verið nokkuð lík, þannig að það er erfitt að segja með vissu hvað er að valda þessu hjá þér.  Ef kláði fylgir þessu bendir það frekar til ofnæmis en sviði bendir til hvarmabólgu.  Þetta er þó alls ekki einhlítt og getur þurrkur í augum t.d. valdið þessum einkennum líka.  Þurrum augum fylgir þó oftast tilfinning í augum eins og eitthvað sé uppi í þeim.  Ef þú ert með stírur í augunum á morgnana er líklegt að þetta sé hvarmabólga og ekki síst ef þú verður oft rauð í kringum augun og auðert, þ.e. verður auðveldlega rauð í augum, t.d. í sundi.  Ég held að þú ættir endilega að leita augnlæknis og fá hann til að skoða augun vandlega. Ef um er að ræða ofnæmi er ekki ósennilegt að þú þurfir að fara til ofnæmislæknis einnig.

Gangi þér vel