Blæðingar eftir að lykkjan var sett upp?

Spurning:
Sæl/l
Ég fékk Levonova hormónalykkjuna uppsetta fyrir rúmum mánuði og er með spurningu varðandi hana. Nú er búið að blæða síðan hún var sett upp, er það eðlilegt, þetta er mismikið blóð og orðið hvimleitt. Einnig las ég á vefnum hjá ykkur að maður ætti helst ekki að vera með hana með barn á brjósti, nú er ég með barn á brjósti. Má ég hafa lykkjuna? Ætti ég að láta fjarlægja hana? Takk takk

Svar:
Öll þessi svör hefðir þú átt að fá hjá þeim lækni sem setti upp hjá þeim lykkjuna, það tilheyrir. Eins fylgir bæklingur með lykkjunni sem þú ættir að lesa vendilega þar sem segir að smáblæðingar, blóðlitaútferð geti staðið í nokkrar vikur/mánuði eftir uppsetningu. Nú get ég ekki talað mig út um þitt einstaka til felli, þar sem mig skortir forsendur og ég veit ekki hvort þú sjálf hefur einhverja þætti sem mæla gegn hormónalykkju, en þinn læknir hefði varla sett upp hjá þér lykkju teldi hann það ekki óhætt. Þú ættir því að geta verið róleg. Hins vegar væri rétt hafir þú einhver óþægindi að ræða við lækni þinn þannig að ljóst sé að ekki sé nein sýking eða slíkt í gangi hjá þér.

Bestu kveðjur og gangi þér vel
Arnar Hauksson dr med