Bólur í hársverði

Fyrirspurn:

Góðan dag, ég er búinn að vera fá stórar bólur og eiginlega eins og unglingabólur í hársvörðinn núna í nokkra mánuði og er búinn að prófa ansi margt! Fullt af sjampói með mismunandi sýrustigi og allskyns hárnæringar. Það vellur úr þessu gröftur ef maður sprengir og maður verður eiginlega að gera það því annars verður maður alltof aumur í hársverðinum. Hvað er til ráða??

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Fyrsta ráðið hefði einmitt verið að skipta um sjampó, þvo hárið daglega og nota ekki höfuðfat nema í miklum kulda. Ef það er þrautreynt þá mæli ég með því að þú leitir læknisaðstoðar -hugsanlega er einhver sýking á ferð sem þarf meðhöndlunar við.

Með bestu kveðju,

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur