Börn og matarvenjur

Fyrirspurn:


13 mánaða barn kúgast af lýsi?  Ég er svo vön því að öll börn ELSKI lýsi en þessi litla dama þolir það ekki.  Ég hef reynt að setja bara dropa í skeið með matnum hennar (án þess að hún sjái það) en hún kúgast samt. 
Hún er frekar matvönd og kúgast einnig af t.d. venjulegum kartöflum og kartöflumús.   Hún borðar alltaf vel af köldum mjólkurmat og svo rennur krukkumatur mjög ljúflega niður en venjulegur matur er mjög erfiður, hvort sem hann er stappaður, í bitum eða maukaður.   Einnig hef ég tekið eftir því að hún getur aðeins tekið við litlu magni af mat í einu og er svolítið lengi að borða.  Ég er dagmamma og er svolítið að miða við hvernig hin börnin borða.
Þetta er mjög kát og hraust stelpa en hún hefur lést svolítið undanfarna 2 mánuði.
En aftur að lýsinu.  Er mögulegt að hún sé með óþol eða ofnæmi fyrir lýsi og fleiru?   Og hvað er best  að gera varðandi matvendi barna?  Á bara að gefa þeim það sem þau vilja eða láta þau bara vera svöng???

Kær kveðja,
dagmamma og móðir

Aldur:
39

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl dagmamma og móðir,

Börn eru eins og þú veist eflaust afar misjöfn og mislystug. Afar algengt er að þau vilji ekki venjulegan mat og kúgist yfir kartöflum en taki svo við því sem þeim líkar.
Við matvendni eru ýmis ráð en þar sem þú ert að lýsa fleiri einkennum eins og að hún geti bara borðað lítið í einu og sé að léttast þá finnst mér full ástæða fyrir þig að fara með hana til barnalæknis eða meltingarsérfræðings barna og ganga úr skugga um að allt sé í lagi.

Með bestu kveðjum,

Guðrún Gyða Hauksdóttir
hjúkrunarfræðingur