Borðar sand

Fyrirspurn:

Sæl,

Sonur minn er sjúkur í sand, gæti  það þýtt að honum vanti einhver vítamín eða eitthvað ?
Hann er að verða 3 ára

Aldur:
28 ára

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl

Börn, eru eins og þú veist alltaf að kanna heiminn og umhverfi sitt og nota til þess öll skynfærin.
Munnurinn er eitt af fyrstu skynfærunum sem þau nota og þau nota hann mismikið – sum tína allt upp í sig og önnur ekki.
Oftast er því skýringin á sandáti barna á þessum aldri sú að þau eru að skoða umhvefið sitt – og finnst sandurinn svona áhugaverður og þurfa að smakka aftur og aftur og aftur.
Gamla trúin um að þeim vanti einhver efni þegar þau sækja svona í eitthvað ákveðið hefur ekki verið sönnuð og ef hann er að borða allan venjulegan mat, fær lýsi og vítamín, þá ættir þú að geta verið örugg um að hann skorti ekkert og bíða eftir að hann fái áhuga á öðru.

Með bestu kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir
Hjúkrunarfræðingur