Þorsti og slappleiki – eru líkur á sykursýki?

Spurning:

Sæl.

Kona á sextugsaldri sem er stórreykinga- og kyrrsetumanneskja með of háan blóðþrýsting og sykursýki í ættinni hefur undanfarið verið haldin miklum þorstaköstum og svima og máttleysi. Hún hefur spurt heimilislækni sinn hvort hún gæti verið með sykursýki en hann hefur ekki séð ástæðu til að athuga málið. Hún hefur fengið þorstaköst áður en ekkert hefur verið aðhafst. Miðað við ofangreint, eru miklar líkur á að hún sé haldin sykursýki 2 og hvert gæti hún leitað sér til hjálpar?

Svar:

Sæl.

Miðað við þessa lýsingu eru miklar líkur á að viðkomandi sé með sykursýki af tegund 2. Þrosti og slappleiki eru einmitt helstu einkenni þess að vera með of háan blóðsykur. Einnig eykur það líkur ef sykursýki er í ættinu. Ef heimilislæknir vill ekkert gera í málinu er hægt að leita til Göngudeildar sykursjúkra á Landspítalanum við Hringbraut eða til sérfræðinga í innkirtlasjúkdómum.

Kveðja,
Sigríður Jóhannsdóttir, ritstjóri Jafnvægis