Botox í þvagblöðru?

Spurning:
Blessuð!
Hvað getið þið sagt mér um aðgerð á þvagblöðru þar sem botoxi er sprautað í hana? Hvernig er það gert og hvað tekur það langan tíma og er það sárt og loks hvað endist það lengi? Mér þætti vænt um ef þið nenntuð að svara mér sem fyrst, ég er nefnilega að fara í svona aðgerð, ég er með ms-sjúkdóminn og blessuð blaðran er alltaf til vandræða.
Takk, takk.

Svar:
Sæl, svar mitt er þannig:
Botox er sprautað í blöðruvegginn á fjölmörgum stöðum með sérstakri nál sem stungið er í gegnum blöðruspeglunartæki. Tekur yfirleitt 10-20 mín. og er ýmist gert í e-s konar deyfingu (mænudeyfingu, staðdeyfingu ásamt lyfjum í æð) ellegar svæfingu. Aðaláhættan er þvagteppa eftir aðgerð (tímabundin) en árangur aðgerðar varir mislengi eða frá 3 mánuðum uppí allt að eitt ár þegar best lætur, jafnvel lengur. Það fer þó eftir ástæðum aðgerðar. Hins vegar ætti enginn að undirgangast slíka aðgerð nema að fengnum ítarlegum upplýsingum um hana áður, þar sem aðgerðin (meðferðin) er enn á tilraunastigi.

Bestu kv.,

Valur Þór Marteinsson