Brak í kjálka?

Spurning:
Góðan daginn.
Mig langaði að forvitnast um hvað það getur verið sem veldur því að það er búið að vera svo mikið brak í kjálkanum þegar að ég opna munninn, þetta er búið að vera svona í u.þ.b. 3 vikur. Getur einhver gefið mér upplýsingar um hvað þetta gæti verið?  Vona að ég fái svar.

Svar:
Sæl kona góð.Eitthvað er að kjálkaliðnum öðrum eða báðum. Meira verður nú ekki ráðið af frásögn þinni einni.Búir þú á Akureyri skaltu leita til Ragnheiðar Hansdóttur tannlæknis. En búir þú á Faxaflóasvæðinu skaltu finna Karl Örn Karlsson eð leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands.Ólafur Höskuldsson