Þreyta í baki og lágsæt fylgja?

Spurning:
Ég er á 22. viku, mín fyrsta meðganga og ég er farin að finna oft fyrir verkjum neðst í bakinu, hvað get ég gert? Þegar ég fór í 19 vikna sónar þá kom í ljós að fylgjan er frekar neðarlega, hvað þýðir það fyrir mig og barnið, er einhver áhætta?
Takk fyrir kv. XX

Svar:
Með vaxandi þunga legsins fá margar konur þreytuverki í bakið. Besta ráðið er að reyna að halda vöðvunum virkum með léttum æfingum, fara í sund og stunda gönguferðir. Ef mikil brögð verða að þessu ættirðu að ræða við ljósmóðurina þína.

Lágsæt fylgja veldur sjaldnast nokkrum vandræðum nema að hana beri í leghálsinn þá getur orðið blæðing frá fylgjuröndinni þegar leghálsinn fer að opnast. Yfirleitt færast lágsætar fylgjur ofar þegar tognar á leginu þegar það stækkar. Greinist lágsæt fylgja í sónar er konan yfirleitt tekin aftur í sónar um 34 vikna meðgöngu til að endurmeta fylgjustaðsetninguna.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir