Breyting á getnaðarlim

Spurning:

Góðan dag. Ég tók eftir því fyrir stuttu að það hefur myndast einhverskonar hörð æð eða pípa á getnaðarlimnum á mér aftan við og undir kóngnum, undir húðinni. Þetta er eins og eitthvað sem á að vera þarna en hafi losnað og er einna helst eins og brjósk viðkomu. Ég finn ekkert fyrir þessu og pissa eðlilega.

Hvað getur hafa gerst? Eru þetta e.t.v. ellimörk, ég er 48 ára?

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirpurnina.
Því miður er nánast útilokað að greina sjúkdóma á húð án þess að sjá þá með eigin augum og oft þarf að taka sýni til að staðfesta greiningu. Ekki tel ég að um ellimörk sé að ræða og hvet þig eindregið til að leita til læknis og fá úr því skorið hvað þetta er. Leitt að geta ekki aðstoðað þig meira, gangi þér vel.

Kveðja,
Sólveig Magnúsdóttir, læknir.