Þriggja og hálfs, og kúkar ennþá á sig?

Spurning:
Góðan daginn ég á þriggja og hálfs árs dóttur sem hætti á bleyju í haust. Hún hætti seint vegna þess að skapabarmarnir voru vaxnir saman og hún réði ekki við neitt en það kom að lokum en enn koma slys.Ástæða þess að ég skrifa er að hún kúkar alltaf á sig og er alveg sama,ég veit að ég á gera sem minst úr öllu og geri það en ég er alveg að missa þolinmæðina og var að vona að þið gætuð gefið mér ráð.

Kveðja ein ráðalaus.

Svar:
Heil og sæl. Það væri ráð að huga að því hvað gerist þegar hún kúkar á sig. Fær hún þá heilmikla umönnun, þægilega skolun og þvott, athygli o.s.frv? Kannski finnst henni það bara ágætt. Til að gera afleiðingar þessa miður spennandi fyrir dóttur þína geturðu til dæmis farið að þvo henni með óþægilega köldu vatni og stjana sem minnst við hana. Þú ættir jafnframt að reyna að setja hana á koppinn öðru hverju og hvetja hana til að gera stykki sín þar. Ef hún gerir það ættirðu að hrósa henni mjög, kyssa hana og kjassa eða gleðja á einhvern þann hátt sem henni líkar. Þetta ætti að blessast.

Gangi þér vel.
Reynir Harðarson sálfræðingur
S: 562-8565