Brjóstagjöf og brjóstaminnkun?

Spurning:
Sæll Ottó.
Mig langar að vita hversu langur tími þarf að vera liðinn frá lokum brjóstagjafar þar til hægt er að fara í brjóstaminnkun og hvort tilvísun frá heimilislækni v/bakveiki flýti eitthvað fyrir því að hægt sé að komast að. Takk fyrir mig og vonandi fæ ég svar frá þér. Kv. Eva.
P.s. Mig dreymir um að geta farið í sund með börnin mín og að geta stundað leikfimi en ég get ekki hugsað mér að láta sjá mig svona í búningsklefa fyrir utan það að maður getur ekki mikið hreyft sig almennilega svona – ég nota skálar nr E og það er á mörkunum að það dugi.

Svar:
Komdu sæl.
Best að láta líða um 6 mán. frá þvi að þú er hætt að mjólka. Bréf frá heimilislækni skiptir ekki máli, betra að láta sjá þig á stofu og þá er hægt að plana framhaldið. 563-1060

Kær kveðja,
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir