Brjóstalyfting

Fyrirspurn:

Góðan dag!
Ég er 23 ára gömul stúlka.
Ég á 2 börn og ætla mér ekki að eignast fleiri.
Fyrir 5 árum fékk ég mér sílikon, 260 ml minnir mig að ég hafi fengið mér. Núna er ég með mitt annað barn á brjósti og ætla mér að skipta um sílikonpúða þegar ég er hætt með það á brjósti.
Ég mjólka einnig mun meira með öðru brjóstinu svo að þau eru orðin misstór nú þegar og sé ég ekki fram á að það breytist mikið að brjóstagjöf lokinni.
Einnig þar sem ég er í frekar stórri stærð (D) þá langar mig til þess að láta minnka þau fyrst og svo setja nýja og stærri púða í (frá 320-400 ml). Í sömu aðgerð vitanlega.
Mig langar ekki í brjóstalyftingu því mér finnst það koma mun ljótar út.

Veit af gamalli reynslu að láta púða í svona stór brjóst kemur ekkert rosalega flott út og þar sem mig langar ekki í lyftingu er þetta það sem mig langar mest til þess að gera.

Ég var með hitt barnið á brjósti í 16 mánuði og sá eftir þá brjóstagjöf að brjóstin mín löguðust ekki og gengu til baka. Einnig var ég alls ekki sátt við þau fyrir þó svo ég hafði fengið mér púða, þar sem ég fékk mér litla púða í frekar stór brjóst þá kom það vitanlega ekki vel út.

Hversu mikið myndi þessi aðgerð kosta mig? Og einnig hversu lengi þarf ég að bíða eftir að brjóstagjöf líkur þangað til að ég má fara í slíka aðgerð?

Með von um svör sem fyrst
Kv. xxxxx

Aldur:
23 ára

Kyn:
Kvenmaður 

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég tel alveg fyrir víst að þú þurfir að fara til lýtalæknis og láta skoða þig og meta til að fá skýr og góð svör.
Brjóstin eiga eftir að minnka og jafna sig þegar brjóstagjöf lýkur, því skaltu gefa þér góðan tíma áður en þú ferð í skoðun (ca. 3 mánuði).
Ég ætla að benda þér á heimasíðu lýtalæknis og læt tengil fylgja hér, þar eru ákveðnar grunnupplýsingar sem þú getur skoðað og einnig verðhugmyndir.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is