Brot á þagnaðarskyldu

Fyrirspurn:


Þagnarskylda!

Hvert leitar maður ef maður hefur orðið vitni af broti á réttindum sjúklings hvað þagnarskyldu varðar?

Aldur:
24

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Ég myndi álíta að best væri að snúa sér til yfirmanns þeirrar stofnunar sem við á eða leita mér aðstoðar hjá Landlæknisembættinu sem sér um úrvinnslu slíkra mála. Læt fylgja hér tengil inná síðu þeirra sem fjallar um "kvartanir og kærur".
Þú gætir einnig sent þeim fyrirspurn á netfangið: mottaka@landlaeknir.is

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is