Þroti í forhúð

Fyrirspurn:

Góðan daginn!
Ég er rúmlega fimmtugur einhleypur karlmaður. Um mánaðarmótin síðustu kíkti ég út á lífið og hitti þar konu á svipuðum aldri sem ég svaf hjá. Við vorum ábyrg og notuðum smokk.
Tveim dögum seinna tók ég eftir því að forhúðin á mér hafði þrútnað og þrengst og þar mynduðust eins og lítil sár á hana ef ég reyndi að bretta hana yfir kónginn. Þetta er fyrst núna aðeins að byrja að ganga til baka en er ekki til eitthva gott græðandi krem sem ég get borið á mig til að flýta fyrir?

Aldur:
55

Kyn:
Karlmaður

Svar:

Það erfitt að fullyrða um ástandið án þess að skoða sjúkling, það er þó væntanlega unnt að útiloka kynsjúkdóm vegna smokksins. Oftast eru þetta vægar bólgur eða sveppasýkingar, en einnig aðrir sértækari sjúkdómar í sumum tilfellum. Best væri að láta lækni skoða sig, en það ætti að vera hættulítið að nota t.d. Daktacort krem sem fá má í apóteki án lyfseðils. Endurmeta ef lagast ekki.
 
Kveðja,
 
Valur Þór Marteinsson,
Þvagfæraskurðlæknir