Brycanyl til að stöðva samdrætti?

Spurning:
Mig langaði að fá upplýsingar um lyfið Bricanyl, þ.e.a.s. þegar það er gefið til að stöðva samdrætti til að stöðva fyrirburafæðingu. Vildi vita hvaða aukaverkanir það gæti haft í för með sér. Hef heyrt um að það hafi þau áhrif að lengja meðgöngutíma, er það rétt?

Svar:
Það er rétt að lyfið Bricanyl hefur verið notað til að minnka samdrætti í leginu þegar um yfirvofandi fyrirburafæðingu er að ræða. Notkun þess er hætt eftir að 36 vikna meðgöngu er náð þar sem barnið á þá góða möguleika fæðist það eftir þann tíma. Notkun Bricanyls lengir því í sjálfu sér ekki meðgönguna fram yfir eðlilega meðgöngulengd. Aukaverkanir lyfsins eru hraður hjartsláttur og skjálfti eða titringur. Yfirleitt eru aukaverkanirngar mestar fyrst en svo dregur úr þeim með lengri notkun

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir