Þungunarhormón

Fyrirspurn:

Eru til fleiri þungunarhormón en hCG?  er það ekki hormónið sem segir til um hvort maður sé óléttur eða ekki? Hversu hátt fer það á meðgöngunni og hvenær er það hæst og lægst?

með fyrirfram þökk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þungunarhormón eða human Chorionic Gonadotropine hormone (hCG) myndast í fylgjunni þegar hún myndast skömmu eftir frjóvgun. Styrkur þess eykst mjög hratt á meðgöngutíma og á  fyrstu átta til níu vikum meðgöngunnar tvöfaldast gildi þungunarhormónsins (hCG) á 36-48 klst. fresti.

Við um það bil níu vikur nær gildið hámarki en fellur svo snöggt og er mjög lágt það sem eftir er meðgöngunnar.

Hér er listi yfir gildin – en hann er bara til viðmiðunar: (FSB=frá síðustu blæðingum)

3 vikur FSB: 5 – 50 mIU/ml

4 vikur FSB: 5 – 426 mIU/m

5 vikur FSB: 18 – 7,340 mIU/ml

6 vikur FSB: 1,080 – 56,500 mIU/ml

7 – 8 vikur FSB: 7, 650 – 229,000 mIU/ml

9 – 12 vikur FSB: 25,700 – 288,000 mIU/ml

13 – 16 vikur FSB: 13,300 – 254,000 mIU/ml

17 – 24 vikur FSB: 4,060 – 165,400 mIU/ml

25 – 40 vikur FSB: 3,640 – 117,000 mIU/ml

Konur sem ekki eru þungaðar: <5.0 mIU/ml

Konur sem eru komnar á breytingaraldur/hættar á blæðingum: <9.5 mIU/ml

Með bestu kveðju

GuðrúnGyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur