Byrjuð á blæðingum eftir barnsburð?

Spurning:
Ég á eina tæplega þriggja mánaða sem er bara á brjósti og það byrjaði að blæða hjá mér í gær, frekar mikið og með túrverkjum. Ég var með eldra barnið mitt á brjósti til 10 mánaða og byrjaði ekki fyrr en þá svo mér brá frekar þegar þetta kom núna er ástæða til að leita til læknis eða er þetta eðlilegt?

Svar:
Það er alveg eðlilegt að byrja þetta snemma á blæðingum eftir barnsburð og það er með þetta eins og annað að engin tvö skipti eru eins þegar kemur að barnsburði. Ef blæðir ekki meira eða lengur en við eðlilega tíðablæðingu þarftu ekkert að hafa áhyggjur, vera bara dugleg að leggja á brjóst því mjólkin getur minnkað tímabundið í kring um blæðingarnar. Athugaðu þó að séu tíðablæðingar hafnar þarftu að fá örugga getnaðarvörn.

Kveðja,agn

Dagný Zoega, ljósmóðir