Cod-efferalgan við verkjum?

Spurning:

Vinkona mín keypti lyf úti á Spáni sem heitir cod-efferalgan og er verkjalyf sem leysa á upp í vatni. Samkvæmt innihaldslýsingu inniheldur lyfið: 500mg. paracetamol, codín fosfat 30mg.

Er manni óhætt að taka svona við verkjum til dæmis vöðvabólgu?

Takk fyrir.

Svar:

Innihald virkra efna í þessu lyfi vinkonu þinnar er það sama og í t.d. Parkódín forte. Þetta er verkjalyf sem inniheldur blöndu tveggja verkjastillandi efna. Það er því í góðu lagi að taka lyfið við verkjum.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur