Dökkur vökvi úr brjósti

Spurning:

Sæl Dagný.

Ég er 29 ára og eignaðist barn fyrir 18 mánuðum síðan og hætti með það á brjósti fyrir ári. Ég fékk í 2 – 3 skipti sýkingu í hægra brjóstið en annars gekk allt vel. Það hefur alltaf komið ljós vökvi úr báðum brjóstum og veit ég að það er eðlilegt, en nú hefur í nokkra mánuði komið dökkbrúnn vökvi úr hægra brjóstinu. Ég þreifa á mér brjóstin og finn ekkert óeðlilegt og því hef ég alltaf ýtt þessu til hliðar. Er þetta alveg eðlilegt líkt og ljósi vökvinn?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Þetta líkist því og að um blóð sé að ræða. Mér finnst nú nokkuð of langt um liðið frá sýkingunum í brjóstinu til að þær útskýri þetta, en þó má það vera. Ef bjóstin eru mjúk, eymsla- og hnökralaus er ólíklegt að um nokkuð illkynja sé að ræða en til að vera viss er ágætt að ræða við lækna leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir