Dóttir mín borðar hár?

Spurning:
Ég á í smá vandræðum með dóttur mína sem er fjögurra ára gömul, hún borðar hár. Hún byrjaði á þessu þegar hún var 1 árs gömul og um tveggja ára aldur hélt ég að mér hefði tekist að venja hana af þessu. En nú var ég að komast af því að svo er ekki. Hún veit að hún má ekki borða hár og hefur því hingað til reynt að fela það fyrir okkur. Ég held persónulega að þetta sé orðinn kækur hjá henni þar sem ég hef orðið vitni að því þegar hún borðar hárið í svefni. Ég er ekki að tala um að naga hár heldur rífur hún úr sér nokkur hár og leikur sér að því að borða þau eitt og eitt í einu. Þegar hún var yngri komu hárin alltaf niður af henni en nú gera þau það ekki (hún er með mjög sítt hár) og þess vegna er ég orðin áhyggjufull þar sem ég veit að svona hár geta safnast fyrir í maganum og myndað hárbolta og síðan stíflað meltinguna sem er auðvitað mjög hættulegt. Það sem ég vil helst vita er hvert ég á að leita og hvað er hægt að gera í því ef að það hefur myndast hárbolti í maganum hjá henni. með fyrirfram þökk móðir

Svar:
Blessuð.Ég myndi ráðleggja að leita svar hjá meltingarsérfræðingum barna. Þeir eru a.m.k tveir. Lúther Sigurðsson og Úlfur Agnarsson, báðir í Domus Medica.KveðjaÞórólfur Guðnason