Ég er alltof þung – hvað er til ráða?

Spurning:

Sæl.

Ég er of þung, BMI jafnvægi mitt 50 og ég er að gefast upp á lífinu.

Ég er búin að fara í gegnum marga kúra, breytt mataræði og hreyfingu en það endist aldrei.

Ég get ekki haldið áfram mikið lengur. Þunglyndið er að drepa mig.

Eg á orðið erfitt með að hreyfa mig og gera einfalda hluti og fer varla út úr húsi.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Ég vil benda þér á að fjöldi manns sem hefur verið í þínum sporum hefur náð tökum á lífi sínu á ný með því að leita til fagfólks. Ég mæli með því að þú gangir til næringarfræðings og einnig get ég bent þér á að tala við sálfræðing sem sérhæfir sig í matarfíkn. Hún heitir Valgerður og starfar með okkur í Hreyfingu og er hægt að panta tíma hjá henni í síma 568 9915. Einnig geturðu pantað tíma hjá Ólafi Sæmunds næringarfræðingi í þessu númeri.

Ég hvet þig til að drífa í því að fá þér tíma. Því fyrr sem þú byrjar að taka á málinu því betra.

Valgerður er mjög fær á sínu sviði og getur án efa hjálpað þér og áður en þú veist af ertu komin af stað og farin að sjá árangur og svo geturðu farið að hreyfa þig smám saman og þá sérðu enn meiri árangur.

Gangi þér sem best og gleymdu því ekki ÞETTA ER HÆGT 🙂

Kveðja,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari