Ég klikka alltaf á að hætta að reykja, þrátt fyrir tyggjó

Spurning:

Sæl Dagmar.

Ég hef of oft reynt að hætta en klikka alltaf. Sama þó ég nota tykkjó, töflur eða annað. Fíknin er nánast eingöngu í ávananum eða athöfnini eins og hjá flestum. Þó mér langi ekki í Sígarettu þá vill maður oft fara og fá sér að reykja. Bara til þess að vera að reykja. ég get haldið þeirri þörf í burtu ef ég hef nóg að gera en það er of mikið að vera að púla og að vera á fullu í 2. vikur. Veistu um eitthvað til þess að koma huganum frá reykingum. Eitthvað til að koma í staðinn?

Svar:

Sæll.

Þig langar að reykja vegna þess þú færð ekki nóg nikótín. Mig grunar að þú hafið aðeins notað eina tegund hverju sinni. Að nota plástur sem grunn og síðan tyggjó eða tungurótartöflur þegar mikil löngum kemur í smók Byrjaðu með sterkasta plásturinn í 3 mánuði, síðan miðstyrkleika í 2 mánuði og að síðust daufasta plásturinn í 1 mánuð. Allan tímann hefurðu eitthvað annað form með eins og ég sagði. Á þennan hátt ertu sjálfur að stjórna nikótínþörfinni þar til hún er svo lítil að viljinn dugar í lokinn. Á sama tíma ertu að venjast því að vera reyklaus og sætta þig við það.

Gangi þér vel.
Dagmar Jónsdóttir.