Einkyrningssótt

Fyrirspurn:

Dóttir mín fór til læknis og er hugsanlega með Einkirninssótt, hún þarf fara í blóðprufu til að fá það staðfest.  Mig langar að spyrja hvort hún þurfi ekki að hvíla sig vel og fara vel með sig?   Er þetta hættulegur sjúkdómur?   Hvað er best að gera þegar ónæmiskerfið er lélegt?  Er þessi sjúkdómur smitandi við snertingu eða kossum?  

Kveðja móðir!

Sæl

 

Ef þú smellir hér þá færð þú lesefni af doktor.is um einkyrningssótt.

 

Eins og fram kemur í þessum greinum þá er fólk misveikt en talsvert lengi að ná sér að fullu og mikilvægt að hvíla sig og fara vel með sig. Jafnvel er mælt með að sleppa íþróttum í nokkrar vikur. Þessi veira smitast með snertingu og kossum.

 

Til að efla ónæmiskerfið þá hafa rannsóknir sýnt að með því að hugsa vel um sig dags daglega, borða hollan mat, hreyfa sig, fá nægan svefn, almenn jákvæðni og forðast streitu styrkist ónæmiskerfið til muna.

 

 

 

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir

hjúkrunarfræðingur