Einu sinni keisari ávallt keisari?

Spurning:
Mig langaði að vita, hvort að það væri rétt að "Einu sinni keisari ávallt keisari" eru þetta nýjar reglur um konur sem fara í keisarafæðingar. Eða konur sem eiga keisarabarn fyrir séu látnar reyna í næstu fæðingu þá eðlilega.

Svar:
Sæl.

Þetta með "einu sinni keisari – alltaf keisari" hefur ekki verið í gildi í ca. 2 áratugi. Yfirleitt er látið reyna á fæðingu með næsta barn en vitaskuld fer þetta allt saman eftir ástæðum fyrri keisaraskurðar og þess hvernig heilsa móður og barns er á meðgöngunni. Oftast er það þó svo að eftir 2 keisaraskurði fer kona í keisaraskurð við næstu fæðingar vegna aukinnar þynningar legsins og hættu á að örið á leginu rifni upp við fæðingu. Það er þó læknis að meta þetta fyrir hverja konu.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir