Endalaust bakflæði

Núna síðustu daga er ég búin að vera með eeendlaust af bakflæði (hef ekki fengið það í næstum3ár)
er búin að vera með bakflæði núna í nokkra daga sama hvað ég læt ofan í mig og endalaust af lofti sem ég er með í maganum,
í fyrradag lá ég í fósturstellinguni föst útaf magaverkjum ,
gæti það verið útaf áreynslu?
Er nýbyrjuð að æfa 1-2x á dag alla daga vikunar og drekk svo prótein eftir á.
Ætti èg að láta kikja á mig eða bara höndla þetta ?
Var áður en ég eignaðist strákinn minn fékk ég framlengingu um 4mánuði af omeprazol hef ekki fundið fyrir þessu síðan það kláraðist.

Fyrirfram þakkir

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina

Bakflæðið tengist mun frekar breytingu á mataræði, eins og til dæmis  sítrusávöxtum sem eru gjarnan úti boost drykkjum.

Taktu bakflæðilyf í nokkra daga og skoðaðu hvað þú ert að borða sem gæti verið að valda þessu og ef ekkert gengur þá skaltu heyra í lækni.

Gangi þér vel