Eðlileg hjártsláttartíðni?

Spurning:
Góðan dag,
Ég er 53ja ára.  Hvað telst eðililegur hjartsláttur vera mörg slög á mínútu? Síðustu ár hefur þeim farið fækkandi hjá mér og eru í hvíld 47-50 á mínútu í dag. Ég tel mig hafa nokkur óþægindi af þessu. Og í öðru lagi, hvernig er slíkt meðhöndlað ef slögin verða of fá? Eru til lyf sem örva hjartslátt eða er slíkt meðhöndlað með gangráð? Bestu kveðjur og fyrirfram þakkir,

Svar:
Meðalhjartsláttartíðni karla á þessum aldri er 68 slög á mínútu (slög/mín) samkvæmt Hóprannsókn Hjartaverndar. Hjartsláttartíðni er samt talsvert breytileg. Í Hóprannsókn Hjartaverndar reyndust um 3% karla hafa hjartsláttartíðni 47-50 slög/mín og um 2% enn lægri. Ekkert þarf að vera óeðlilegt við þetta. Yfirleitt er hægur hjartsláttur merki um að hjartað starfi vel. Meðal íþróttamanna er hjartsláttur oft 30-40 slög/mín. Þegar tíðni hjartsláttar eykst, eykst einnig áhætta á dauðsföllum (um 1% fyrir hvert slag).Ef hjartsláttur er reglulegur þarf yfirleitt ekki að meðhöndla hægan hjartslátt. Stundum stafar hægur hjartsláttur af einhverri leiðslutruflun í hjarta og þarf stöku sinnum að meðhöndla það ýmist með lyfjum eða hjartagangráð.        Kveðja        Dr. Nikulás Sigfússon, læknir Hjartavernd