Er á mörgum lyfjum – langar að verða ólétt?

Spurning:
Ég er tek sex lyf að staðaldri en þau eru Amilín og Celebra (vegna vefjagigtar), Glugophage (vegna hormónabreytinga og hækkaðs insúlíns – A.T.H.er þó ekki komin með sykursýki), Atenolól (vegna háþrýstings), Prozac (vegna þunglyndis)og Diane mite (getnaðarvarnarpillu). Ég er farin að spá í að reyna að verða ólétt og er að spá í hvað gera skal varðandi lyfin. Mun ég ekki þurfa að hætta að taka inn eitthvað að lyfjunum og ef svo er á ég þá að gera það smám saman? Með von um svar frá ykkur. Takk fyrir.

Svar:
Lyfjagjöf á meðgöngu er alltaf viðkvæmt mál og krefst þess að hvert einstakt tilfelli sé skoðað nákvæmlega. Yfirleitt er ráðið frá því að nota lyf á meðgöngu og einstaka lyf er alveg bannað að nota. Alltaf verður að vega og meta áhættuna fyrir fóstrið ef lyf er tekið og áhrif á heilsu móður ef lyfjatöku er hætt. Þú verður því að ræða þetta við lækninn þinn sem betur getur metið hvort óhætt sé að hætta töku einstakara lyfja, eða hvort hægt sé að nota önnur lyf í staðinn.Almennt um þessi lyf sem þú ert að taka:Amilín: Ekki mælt með notkun lyfsins á meðgöngu, einkum á fyrsta þriðjungi meðgöngu.Atenólól: Ekki mælt með notkun lyfsins á meðgöngu, einkum á síðasta þriðjungi meðgöngu.Celebra: Ekki mælt með notkun lyfsins á meðgöngu. Áhrif lyfsins á fóstur eru ekki þekkt en í dýratilraunum hafa komið fram ábendingar um að lyfið geti valdið fósturskemmdum.Glucophage: Ekki mælt með notkun lyfsins á meðgöngu. Áhrif lyfsins á fóstur eru ekki þekkt. Í dýratilraunum hafa ekki komið fram ábendingar um að lyfið valdi fósturskemmdum.Prozac: Áhrif lyfsins á fóstur eru ekki þekkt. Í dýratilraunum hafa ekki komið fram ábendingar um að lyfið valdi fósturskemmdum. Lyfið skal því einungis gefið konum á meðgöngu af brýnni þörf.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur