Er þunglyndi aukaverkun af Zyban?

Spurning:

Getur þunglyndi komið fram sem aukaverkun þegar Zyban er notað við það að hætta að reykja? Hér er um að ræða einstakling sem notar lyfið í þessum tilgangieingöngu (ekki saga um þunglyndi).

Svar:

Þekktar aukaverkanir af Zyban á miðtaugakerfi eru t.d. skert einbeiting, höfuðverkur, svimi, geðdeyfð, eirðarleysi og kvíði. Svarið við spurningu þinni er því já, það er hugsanlegt að þunglyndið sé tengt lyfinu.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur