Er eitthvað að sjóninni ef að augasteinninn „lekur”?

Spurning:

Sæll.

Ég vildi spyrja hvort eitthvað geti verið að sjóninni ef að augasteinn „lekur”. Strákurinn minn er 3ja vikna og mér sýnist annar augasteinninn leka. Ætti ég að hafa áhyggjur og láta líta á hann eða er þetta hættulaust?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Ég er ekki viss um að ég viti nákvæmlega hvað þú átt við. Lekur eitthvað úr auganu, þ.e. útferð eða er sjáaldrið e.t.v. dropalaga? Ég myndi hefja ferðina til heimilislæknis eða barnalæknis og láta þá skera úr um hvort augnlæknir þurfi að líta á barnið.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,
Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir Sjónlag hf.