Er með þrýsting út í augun?

Spurning:
Ég er 36 ára,ég er búin ad vera med hálfgerdan svima og þrísting út í augun og þreytu í augunum í töluverdan langan tíma eda síðan í júní, þetta byrjaði med þessari svimatillfinningu í höfðinu svo þrýstingi bak við augun og nú undanfarið þreytu í augunum, á erfitt með að einbeita mér lengi í einu t,d að prjóna, er búinn ad fara til heimilislæknis en hann fann enga skýringu, sagði að þetta gæti verið vöðvabólga og lét mig hafa bólgueiðandi lyf en ekkert dugar. Gæti þetta verið stífla í ennisholum? Er frekar smeik við þetta, vona að ég fái einhver svör takk fyrir. e.s… það er engin augnlæknir á svæðinu.

Svar:
Það er fremur ósennilegt að þetta stafi frá augum. Það er fremur óalgengt að 36 ára einstaklingar þurfi lesgleraugu, en eitt af einkennum minnkandi lestrargetu án gleraugna er einmitt þrýstingstilfinning í augum og þreyta, einkum við lestur og nærvinnu. Ef þú ert fjarsýn fyrir (notar plúsgleraugu) aukast líkurnar á að þú þurfir aukastyrk í gleraugun til að lesa. Þetta þarf að útiloka með skoðun. Aðrar skýringar eru þó líklegri orsök fyrir einkennum þínum, s.s.vöðvabólga, líkt og heimilislæknir þinn greindi. Stífla í ennisholum er einnig möguleg skýring.

Bestu kveðjur, Jóhannes Kári.